Fíkn er alvarlegur heilasjúkdómur af líffræðilegum toga sem oft leiðir til dauða. Það gleymist oft að þetta fólk sem deyr vegna ofneyslu á lyfjum og áfengi á foreldra, systkini, vini og
.. show full overview
Fíkn er alvarlegur heilasjúkdómur af líffræðilegum toga sem oft leiðir til dauða. Það gleymist oft að þetta fólk sem deyr vegna ofneyslu á lyfjum og áfengi á foreldra, systkini, vini og börn sem dragast inn í þessi veikindi. Þetta eru aðstandendur, stór, ósýnilegur hópur sem lifir í miklum ótta, kvíða og sorg. Hvernig upplifa börn þennan veruleika? Hvernig upplifa foreldrar, bræður og systur þessa sorg og þennan missi? Við ætlum að skoða það í þessum þætti.