Stiklur
Af sviðinu á sjóinn (1x16)
:
Í þessum þætti liggur leiðin út í Hrísey á Eyjafirði á einum af mörgum góðviðrisdögum sumarsins 1984 þegar bátar eyjarskeggja og annarra Eyfirðinga eru að veiðum á spegilsléttum sjónum kringum eyna.
Farið er í róður með hjónunum Árna Tryggvasyni leikara og Kristínu Nikulásdóttur.
Þau fara á hverju sumri úr skarkala höfuðborgarinnar út í hina friðsælu eyju, þar sem eru æskustöðvar Árna, og stunda þar handfæraveiðar sumarlangt.
Umsjón Ómar Ragnarsson.