Áramótaskaup

Áramótaskaup

Áramótaskaup 1985 (1x20)


Data di messa in onda: Dic 31, 1985

Áramótaskaupið 1985 (Skaupið þegar áramótaskaupinu var stolið) er áramótaskaup sem sýnt var á RÚV árið 1985. Leikstjóri skaupsins 1985 var Sigurður Sigurjónsson. Höfundar skaupsins voru Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Randver Þorláksson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Í skaupinu komu bræðurnir Magnús og Eyjólfur Laufdal (leiknir af Ladda og Karli Ágústi) fyrst fram á sjónarsviðið í þættinum Spriklur. Rauði þráðurinn í skaupinu er stuldurinn á skaupinu og ýmsir útúrsnúningar út frá því, en öðru fremur einkennist skaupið af stuttum og snörpum grín- og tónlistaratriðum. Skaupið 1985 naut mikilla vinsælda og þykir mörgum það vera eitt besta skaupið frá upphafi - þó vissulega sýnist sitt hverjum í þessum efnum. Leikarar í skaupinu (auk höfundanna) voru Edda Heiðrún Bachman, Tinna Gunnlaugsdóttir og Guðjón Pedersen. Í kjölfar skaupsins 1985 hófu höfundar þess að vinna enn frekar saman og kölluðu sig Spaugstofuna.

  • Posizione #
  • Iniziato: Dic 1966
  • Episodi: 60
  • Followers: 0
  • In corso
  • RÚV
  • Sconosciuto