Kveikur
Lífshættulegt e.coli í leikskóla (8x5)
Udgivelsesdato: Jan 21, 2025
Hátt í fimmtíu börn veiktust eftir að hafa borðað e.coli-mengaðan mat í leikskólanum Mánagarði í október. Líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Matráður leikskólans hafði ekki hlotið neina menntun eða fræðslu um öryggi matvæla. Orsök hópsmitsins er rakin til rangs verklags við matreiðslu og geymslu á matnum.
Kveikur fylgir eftir fjölskyldu stúlkunnar sem veiktist mest. Foreldrarnir segjast í viðtali hafa kvatt stúlkuna þegar hún var í algjörri lífshættu. Stúlkan og um tugur barna til viðbótar verður undir eftirliti lækna ævina á enda. Þrátt fyrir árlegar heimsóknir heilbrigðiseftirlits varð það þess aldrei áskynja að verklag í eldhúsinu stofnaði lífi barna í hættu.
- Premieret: Nov 2017
- Afsnit: 122
- Følgere: 0